top of page

Föstudaginn 13. október 2017 verður Kennsluþróunarráðstefna Háskóla Íslands haldin. Ráðstefnan er haldin á vegum Kennslusviðs Háskóla Íslands og er ætlað að skapa vettvang þar sem þátttakendur deila reynslu, rannsóknum og kennsluþróunarverkefnum á sviði náms og kennslu á háskólastigi.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Denise Chalmers, prófessor emeritus við háskólann í Vestur-Ástralíu.

 

Denise Chalmers hefur verið áhrifamikil á sviði kennsluþróunar í háskólum og hlaut m.a. OLT National Senior Teaching Fellowship árið 2015 fyrir störf sín við gerð viðmiða um gæðakennslu, The Australian Teaching Criteria and Standards Framework, (http://uniteachingcriteria.edu.au/framework/about/).

​

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna

​

 

Dagskrá

 
9:30 - 9:45    Setning. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar við Háskóla Íslands
9:45 - 10:45    Hvers vegna þurfum við viðmið um gæði kennslu? Denise Chalmers, próessor við 
                    Western Australia University
10:45-11:00     Kaffi
11:00-11:30     Kennsluþróun á krossgötum? Guðrún Geirsdóttir, dósent á MVS og deildarstjóri
                    Kennslumiðstöðvar
11:30-12:00    Vinnuálag  nemenda í háskólanámi: Vinnuframlag og upplifun. Edda R. H. Waage, 
                    lektor á VoN
12:00-13:00    Hádegismatur
13:00-14:10     Samhliða málstofur I (Hátíðarsalur, A-207, A-220, A-229)
14:10-14:30     Kaffi
14:30-16:00    Samhliða málstofur II (Hátíðarsalur, A-207, A-220, A-229)
16:00-16:30    Samantekt og hressing
​
​
Hér er slóð á beina útsendingu ráðstefnunnar en hún hefst kl: 9:30 og er til kl 12:00 föstudaginn 13. október
​
Bein útsending, straumur

​

Föstudaginn 13. október 2017

kl 9:30 - 16:30

Um ráðstefnuna
Staðsetning:
 
Hátíðarsalur, Aðalbyggingu Háskóla Íslands
 
Dagskrá
bottom of page